Hafsteinn Sigurðsson fæddist í Hafnarfirði 15. júní 1938. Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi 5. desember 2024.
Foreldrar hans voru Sigurður Eiríksson, f. 1903, d. 1977 og Jenný Ágústsdóttir, f. 1908, d. 1995. Hafsteinn var einn af 11 systkina hópi og var hann í miðjunni í aldursröðinni.
Þann 9. september 1960 kvæntist Hafsteinn Ágústu Hjálmtýsdóttur, f. 6. mars 1937, d. 12. desember 2023. Foreldrar hennar voru Theódóra Magnea Stella Grímsdóttir, f. 1918, d. 2000 og maður hennar Hjálmtýr Guðvarðsson, f. 1912, d. 1974. Börn Hafsteins og Ágústu eru fjögur:
1) Hjálmtýr, f. 13. september 1959, giftur Stephanie Smith, f. 1969. Börn þeirra eru Davíð, f. 2006 og Jenný, f. 2010.
2) Ágúst, f. 22. mars 1961, giftur Önnu Jóhannesdóttur, f. 1959. Börn
...