Skrifstofa Alþingis hefur gert samning við DataLab um hagnýtingu gervigreindarlausna í starfsemi skrifstofunnar. DataLab mun vinna aðgerðaáætlun um hagnýtingu gervigreindar til allt að tveggja ára, sem verður unnin á grundvelli samtala við…
Skrifstofa Alþingis hefur gert samning við DataLab um hagnýtingu gervigreindarlausna í starfsemi skrifstofunnar. DataLab mun vinna aðgerðaáætlun um hagnýtingu gervigreindar til allt að tveggja ára, sem verður unnin á grundvelli samtala við starfsfólk skrifstofu Alþingis og rýni á ýmsum gögnum auk þess að taka tillit til nýjustu strauma á sviði upplýsingatækni og gervigreindar, segir á vef
Alþingis.
Í febrúar 2024 skipaði framkvæmdastjórn skrifstofu Alþingis þriggja manna vinnuhóp til að kortleggja tækifæri og áskoranir, gera drög að stefnu, setja reglur um það hvar megi sækja efni og hvaða efni gervigreindin megi hafa aðgang að. Í framhaldi af starfi vinnuhópsins var ákveðið að fara í samstarf við DataLab.