Gústafi Lilliendahl fæddist í Reykjavík 10. júlí 1936. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands 3. desember 2024.

Foreldrar hans voru Carl Jónas Lilliendahl, fæddur á Vopnafirði 30. nóvember 1905, d. 1975 og Margrét Jónsdóttir, fædd á Hólum í Öxnadal 1908, d. 1994. Var hann eina barn foreldra sinna. Gústaf ólst upp í Reykjavík en dvaldi mörg sumur í Hlíð í Gnúpverjahreppi og hafði alla tíð sterkar taugar þangað og heillaðist af sveitabúskap og íslenskri náttúru.

Gústaf kvæntist Önnu Maríu Tómasdóttur 25.12. 1957. Anna María var fædd í Skálmholti í Villingaholtshreppi 4.10. 1939. Hún lést 12.12. 2018. Foreldrar hennar voru Bergþóra Björnsdóttir, f. á Björnólfsstöðum í A-Hún., f. 1910, d. 1946, og Tómas Guðbrandsson, f. á Bolafæti í Hrunamannahreppi, f. 1897, d. 1984.

Börn Gústafs og Önnu

...