Hrafnhildur Kristinsdóttir fæddist í Hjarðarholti í Vestmannaeyjum 22. mars 1935. Hún lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 1. desember 2024.
Hrafnhildur var dóttir Kristins Bjarnasonar, f. 1892, d. 1968, skálds frá Ási í Vatnsdal, og seinni konu hans, Guðfinnu Ástdísar Árnadóttur, f. 1903, d. 1990, frá Grund í Eyjum. Kristinn var sonur Bjarna Jónssonar, oddvita á Sýruparti við Akranes, og konu hans Sigríðar Hjálmarsdóttur, dóttur Hjálmars Jónssonar (Bólu-Hjálmars). Guðfinna var dóttir Árna Árnasonar frá Vilborgarstöðum og konu hans Jóhönnu Lárusdóttur frá Búastöðum. Systur Hrafnhildar voru: Jóhanna Árveig, f. 1929, d. 2002, Bergþóra Gunnbjört, f. 1933, d. 2012, Guðlaug Ásrún, f. 1936, d. 1998. Systkini samfeðra voru: Ásgrímur, f. 1911, d. 1988, Ásdís, f. 1912, d. 1991, Gunnar, f. 1913, d. 1982, Bjarni, f. 1915, d. 1982, Aðalheiður, f. 1916, d. 2014, Benedikt Ragnar, f. 1921, d. 2000, og Sigríður,
...