Sóley Margrét Jónsdóttir og Alexander Örn Kárason eru kraftlyftingafólk ársins 2024 að mati Kraftlyftingasambands Íslands. Sóley, sem er 23 ára og keppir í kraftlyftingum með búnaði í +84kg flokki, náði þeim frábæra árangri að verða bæði…

Sóley Margrét Jónsdóttir og Alexander Örn Kárason eru kraftlyftingafólk ársins 2024 að mati Kraftlyftingasambands Íslands. Sóley, sem er 23 ára og keppir í kraftlyftingum með búnaði í +84kg flokki, náði þeim frábæra árangri að verða bæði Evrópumeistari og heimsmeistari á árinu í fullorðinsflokki og bæta heimsmetið í samanlögðum árangri í unglingaflokki. Alexander er 26 ára og keppir í klassískum kraftlyftingum í -93 kg flokki. Alexander náði mjög góðum árangri á EM þar sem hann hafnaði í 5. sæti.

Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir, landsliðskona á skíðum, gerði sér lítið fyrir og skoraði sín fyrstu Evrópubikarstig á föstudag. Þetta eru fyrstu Evrópubikarstig Íslands í 15 ár en það var Björgvin Björgvinsson sem skoraði þau í svigi í Crans Montana í Sviss árið 2009. Hólmfríður tók þátt í tveimur brunmótum í Evrópubikarnum í St. Moritz í Sviss.

...