Sóley Margrét Jónsdóttir og Alexander Örn Kárason eru kraftlyftingafólk ársins 2024 að mati Kraftlyftingasambands Íslands. Sóley, sem er 23 ára og keppir í kraftlyftingum með búnaði í +84kg flokki, náði þeim frábæra árangri að verða bæði Evrópumeistari og heimsmeistari á árinu í fullorðinsflokki og bæta heimsmetið í samanlögðum árangri í unglingaflokki. Alexander er 26 ára og keppir í klassískum kraftlyftingum í -93 kg flokki. Alexander náði mjög góðum árangri á EM þar sem hann hafnaði í 5. sæti.
Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir, landsliðskona á skíðum, gerði sér lítið fyrir og skoraði sín fyrstu Evrópubikarstig á föstudag. Þetta eru fyrstu Evrópubikarstig Íslands í 15 ár en það var Björgvin Björgvinsson sem skoraði þau í svigi í Crans Montana í Sviss árið 2009. Hólmfríður tók þátt í tveimur brunmótum í Evrópubikarnum í St. Moritz í Sviss.
...