Fall Bashars al-Assads, einræðisherra í Sýrlandi, á eftir að hafa víðtækar afleiðingar. Menn eru jafnvel farnir að ganga svo langt að líkja falli hans við fall Berlínarmúrsins árið 1989, svo miklar breytingar muni það hafa í för með sér í Mið-Austurlöndum.
Mest er áfallið fyrir Íran. Íranar hafa í fjörutíu ár ræktað áhrif sín í Sýrlandi. Með ítökum sínum í Sýrlandi hafa Íranar breitt út usla og glundroða í Mið-Austurlöndum. Nægir þar að nefna Hisbollah í Líbanon, Húta í Jemen og Hamas á Gasasvæðinu.
Þeir hafa eytt ómældum upphæðum í að breiða út og tryggja áhrif sín í stað þess að reyna að bætta lífskjör almennings í þeim efnahagsþrengingum sem eru heima fyrir. Milljarðar dollara hafa streymt til Sýrlands frá Íran, að ekki sé talað um greiðslur til hryðjuverkasamtaka.
Íranar reyndu
...