Sigurður Hlíðar Brynjólfsson fæddist 1. maí 1936. Hann lést 4. desember 2024.

Útför Sigurðar fór fram 12. desember 2024.

Elsku afa Siggi, komið er kveðjustund og þú farinn í sumarlandið til Sigga míns sem lést í síðasta mánuði, en þó allra mest ertu loks sameinaður pabba, Nonna syni þínum, sem kvaddi okkur fyrir níu árum síðan.

Á kveðjustund með þessari stendur eftir þakklæti að hafa fengið þann heiður að vera barnabarn þitt og fá að eiga þig að sem afa. Þú varst ávallt til staðar fyrir börnin þín og síðar meira barnabörn, langafabörn. Þú varst alltaf boðinn og búinn að spjalla, hlusta og gefa manni góð ráð. Þú hvattir okkur áfram og gafst okkur öll þau lífsins verkfæri til þess að verða framúrskarandi einstaklingar og er það ómetanlegur arfur.

Þegar

...