Inga Sæland, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Kristrún Frostadóttir sitja nú við það að festa stjórnarsáttmála á blað. Hverjar lyktir þeirrar vinnu verða fer fyrst og fremst eftir því hversu stóran hluta loforða sinna þær eru tilbúnar að standa ekki við því að ljóst er að sjónarmiðin eru afar ólík, ef marka má það sem sagt var fyrir kosningar.
Kjósendur flokks Ingu Sæland mega gera ráð fyrir því að öllu daðri við ESB-aðild verði hafnað, enda voru yfirlýsingarnar um andstöðuna við ESB jafn skýrar og hjá Steingrími J. Sigfússyni árið 2009, sem svo sveik kjósendur sína hiklaust daginn eftir kosningar með afdrifaríkum afleiðingum fyrir VG fjórum árum síðar.
Kjósendur Viðreisnar eigu kröfu um að flokkurinn standi ekki að skattahækkunum. Þorgerður Katrín talaði skýrt í þeim efnum.
...