Árni Indriðason fæddist í Reykjavík 3. júní 1950. Hann lést á Líknardeild Landspítalans 4. desember 2024.
Árni var sonur hjónanna Indriða Sigurðssonar stýrimanns, f. 1921, d. 1986, og Erlu Árnadóttur bókavarðar, f. 1921, d. 2000. Systkin Árna eru Anna Sigríður, f. 1949, Sigurður, f. 1953, Hrafn, f. 1954, d. 1964 og Kári, f. 1961.
Árni kvæntist Kristínu Klöru Einarsdóttur, f. 4. júlí 1952, hinn 14. apríl 1973. Foreldrar Kristínar Klöru voru Einar Baldvin Guðmundsson hæstaréttarlögmaður, f. 1903, d. 1974, og Kristín Ingvarsdóttir húsmóðir, f. 1908, d. 1975. Systkin Kristínar Klöru eru Axel Einarsson, f. 1931, d. 1986, og Jóhanna J. Thors, f. 1937.
Sonur Árna og Önnu K. Hjaltadóttur er Hjalti, f. 1970. Dætur hans eru Hrafnhildur Olga, f. 1994, móðir hennar er Birna Kristín Jónsdóttir,
...