Jón Guðjónsson fæddist í Sveinatungu í Norðurárdal 11. febrúar 1926. Hann lést á dvalarheimilinu Brákarhlíð 8. desember 2024.
Foreldrar hans voru Guðjón Jónsson frá Hermundarstöðum, f. 1892, d. 1982, og Lilja Ingveldur Guðmundsdóttir frá Brandagili í Hrútafirði, f. 1899, d. 1987. Systkini Jóns voru Lilja Guðrún, f. 1927, d. 1991, Guðmundur, f. 1929, d. 1996, Ingibjörg, f. 1931, d. 1982, Hilmar Sævar, f. 1934, d. 2010, og Ingi Steinar, f. 1938, d. 2021.
Eiginkona Jóns var Dórótea Guðmundsdóttir, f. 1931, d. 2013, en þau gengu í hjónaband árið 1956. Foreldrar Dóróteu voru Guðmundur Þorkell Jónsson frá Ytri-Veðrará, f. 1896, d. 1975, og Ásta Ólöf Þórðardóttir frá Breiðadal, f. 1905, d. 1998, við Önundarfjörð.
Börn Jóns og Dóróteu eru: 1) Guðjón, f. 1956, maki Guðlaug Vilbogadóttir, f. 1958. Börn
...