Noregur, sem Þórir Hergeirsson þjálfar, tryggði sér í gærkvöld Evrópumeistaratitilinn í handknattleik kvenna með öruggum sigri á Danmörku, 31:23, í úrslitaleik EM 2024 í Vín í Austurríki. Þórir kveður því með sínum sjötta Evrópumeistaratitli á…
EM 2024
Gunnar Egill Daníelsson
gunnaregill@mbl.is
Noregur, sem Þórir Hergeirsson þjálfar, tryggði sér í gærkvöld Evrópumeistaratitilinn í handknattleik kvenna með öruggum sigri á Danmörku, 31:23, í úrslitaleik EM 2024 í Vín í Austurríki.
Þórir kveður því með sínum sjötta Evrópumeistaratitli á áttunda Evrópumótinu við stjórnvölinn hjá Noregi, en hann lætur nú af störfum eftir magnað 15 ára starf.
Danir byrjuðu leikinn af krafti og komust nokkrum sinnum tveimur mörkum yfir. Eftir að Danmörk komst í 3:5 tókst Noregi hins vegar að jafna metin í 5:5.
Í kjölfarið var allt í járnum þar sem liðin skiptust á að ná eins marks forystu. Fór það svo að Noregur leiddi með einu marki, 13:12,
...