Steinunn Jóna Geirsdóttir fæddist 29. október 1952 í Reykjavík. Hún lést á Borgarspítalanum þann 1. desember 2024.
Foreldrar hennar voru Geir Austmann Björnsson, rafvirkjameistari og kaupmaður í Reykjavík, f. 20. febrúar 1920, d. 1. október 2010, og Arnheiður Lilja Guðmundsdóttir, f. 1. júlí 1920, d. 17. júlí 2013. Foreldrar Geirs voru þau Björn Eiríkur Geirmundsson, bóndi á Hnjúkum við Blönduós, og Guðrún Jónína Þorfinnsdóttir. Foreldrar Arnheiðar voru þau Guðmundur Ásmundsson, bóndi og orgelleikari á Efra-Apavatni, og Jónína Kristín Þorsteinsdóttir húsfreyja.
Systkini Steinunnar eru Guðrún Erla, f. 16. desember 1951, Geir Arnar, f. 8 nóvember 1961, og Sigurjón Guðbjörn, f. 16 júní 1964.
Steinunn eignaðist dótturina Arnheiði Rós, f. 21. september 1977, með fyrrverandi manni sínum Ásgeiri
...