Að sögn Jóns Helga Egilssonar er brýnt að skoða pólitísk viðhorf um hlutverk ríkis og einkaaðila þegar rætt er um hugmyndir Seðlabanka Evrópu (SBE) um að gefa út svokallaðan seðlabankarafeyri (e. central bank digital currency)
Viðtal
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
viðtal
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
Að sögn Jóns Helga Egilssonar er brýnt að skoða pólitísk viðhorf um hlutverk ríkis og einkaaðila þegar rætt er um hugmyndir Seðlabanka Evrópu (SBE) um að gefa út svokallaðan seðlabankarafeyri (e. central bank digital currency). Bendir hann á að embættismenn evrópska seðlabankans séu að þróa eigin stafrænu mynt og eigin greiðslumiðlun á meðan fulltrúadeild Bandríkjaþings samþykkti nýlega lög sem banna bandaríska seðlabankanum að gera slíkt hið sama. „Evrópa og Kína eru á allt annarri leið en Bandaríkin í þessu máli,“ segir Jón Helgi og bætir við að deila megi um hvort seðlabankarafeyri fylgi fleiri kostir en gallar. „Ef umgjörðin er ekki rétt þá dregur
...