Steindór Tryggvason fæddist á Akureyri 9. september 1957. Hann lést á líknardeild Landspítalans 4. desember 2024.

Foreldrar Steindórs voru hjónin Þórunn Steindórsdóttir, f. 14. apríl 1932, d. 18. júlí 1998, og Tryggvi Kristjánsson, f. 14. júní 1921, d. 20. janúar 2010. Systkini Steindórs eru Helga, f. 1947, d. 2021, Kristján, f. 1954, Sigurbjörn, f. 1962, og María Albína, f. 1972.

Steindór ólst upp á Akureyri og lagði stund á frjálsar íþróttir og hlaup með skólagöngu, lærði íþróttafræði í Köln í Þýskalandi eftir stúdentinn frá MA. Síðar lærði hann iðntæknifræði á Íslandi og ökukennarann. Steindór starfaði við ýmis störf svo sem kennslu í stærðfræði, íþróttum og lengst við ökukennslu. Einnig starfaði hann hjá Iðntæknistofnun sem iðntæknifræðingur og þjálfaði frjálsar íþróttir, rútuakstur og leiðsögn erlendra ferðamanna. Steindór giftist Asta

...