Ísland mætir Ísrael í tveimur umspilsleikjum um sæti á heimsmeistaramóti kvenna í handknattleik í Þýskalandi og Hollandi á næsta ári.
Fyrri viðureign liðanna fer fram hérlendis 9. eða 10. apríl næstkomandi og síðari leikurinn erlendis viku síðar. Róbert G. Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, sagði við Handbolta.is í gær að ljóst væri að síðari leikurinn færi ekki fram í Ísrael.
Ísland var í efri styrkleikaflokki fyrir dráttinn. Liðið kom sér í efri styrkleikaflokk með því að vinna sigur á Úkraínu á EM í byrjun mánaðarins, sem var fyrsti sigur íslenska kvennaliðsins á lokamóti Evrópumóts. Ísraelska liðið var ekki með á Evrópumótinu í ár.
Með sigri í umspilseinvíginu kæmist Ísland á sitt þriðja stórmót í röð. Líkurnar á því verða að teljast ansi góðar enda
...