Huginn Óskarsson fæddist 11. júlí 1993. Hann lést 24. október 2024.
Útför fór fram 16. nóvember 2024.
Elsku yndislegi Huginn er fallinn frá og það er óraunverulegt að skrifa þau orð.
Huginn var dásamlegur peyi sem heillaði alla með einstaklega hlýrri nærveru. Nærveru sem ég get fundið fyrir núna, því þegar ég hlusta vel get ég heyrt röddina hans og þegar ég loka augunum get ég séð fallega brosið hans. Hann sendir mikla hlýju þótt farinn sé. Hann var góður í gegn, umhyggjusamur og hjartahlýr. Það er hæglega hægt að segja að Huginn hafi verið engill á þessari jörð.
Dagurinn kveður, mánans bjarta
...