Halldóra Sigríður Hallfreðsdóttir, Góa, fæddist 27. janúar 1941. Hún lést 6. desember 2024.
Útför Góu fór fram 12.desember 2024.
Hvernig kemur maður í orð öllu því sem maður vill segja en veit ekki hvar á að byrja? Okkar besta amma Góa kvaddi þann 6. desember. Amma Góa sem var alltaf mætt í hvað sem það var sem tengdist okkur ömmubörnunum. Hún var okkar helsta stuðningskona í öllu. Amma Góa var mikill húmoristi og hló manna hæst að góðum brandara. Hún gerði allt með okkur, hvort sem það var að baka, föndra hvaða skraut sem kom upp í hugann enda mikil listakona sjálf. Fara og kaupa blóm og gróðursetja í Ömmukofa í Kjós. Fara í eltingaleik, kollhnís, drífa sig með okkur í rússíbana eða skjóta upp með okkur flugeldum. Að smakka nýjasta ísinn var mikilvægt enda sameiginlegur ísáhugi milli okkar allra. Amma Góa var bara alltaf með. Við fengum
...