ÍBV og FH gerðu jafntefli, 26:26, í 14. umferð úrvalsdeildar karla í handbolta í Vestmannaeyjum á laugardag. FH er áfram á toppi deildarinnar með 22 stig. ÍBV er í sjötta sæti með 14 stig. Eyjamenn fóru betur af stað og komust í fjögurra marka…
Akureyri Ihor Kopyshynskyi tryggði Aftureldingu jafntefli gegn KA.
Akureyri Ihor Kopyshynskyi tryggði Aftureldingu jafntefli gegn KA. — Ljósmynd/Egill Bjarni Friðjónsson

ÍBV og FH gerðu jafntefli, 26:26, í 14. umferð úrvalsdeildar karla í handbolta í Vestmannaeyjum á laugardag. FH er áfram á toppi deildarinnar með 22 stig. ÍBV er í sjötta sæti með 14 stig.

Eyjamenn fóru betur af stað og komust í fjögurra marka forystu, 8:4, þegar 10 mínútur voru liðnar af fyrri hálfleik. Í kjölfarið tók við góður kafli hjá FH og var staðan í hálfleik 11:13 fyrir FH.

Jafnræði var með liðunum í síðari hálfleik. Liðin skiptust á að skora og deildu að lokum með sér stigunum.

Ásbjörn Friðriksson og Jóhannes Berg Andrason voru markahæstir hjá FH með sex mörk hvor.

Fyrir ÍBV skoruðu Dagur Arnarsson og Gauti Gunnarsson sömuleiðis sex mörk

...