Manchester United vann magnaðan endurkomusigur, 2:1, á nágrönnum og erkifjendum sínum í Manchester City á Etihad-leikvanginum í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu karla í gærkvöldi. Man. United er í 13
Enski boltinn
Gunnar Egill Daníelsson
gunnaregill@mbl.is
Manchester United vann magnaðan endurkomusigur, 2:1, á nágrönnum og erkifjendum sínum í Manchester City á Etihad-leikvanginum í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu karla í gærkvöldi. Man. United er í 13. sæti deildarinnar en nú með 22 stig, aðeins þremur stigum frá sjötta sæti. Man. City er áfram í fimmta sæti með 27 stig og hefur aðeins unnið einn af síðustu 11 leikjum sínum í öllum keppnum.
Man. City náði forystunni á 36. mínútu þegar Josko Gvardiol skoraði með skalla eftir fyrirgjöf Kevins De Bruynes. Seint í leiknum fékk Man. United vítaspyrnu þegar Matheus Nunes negldi Amad Diallo niður innan vítateigs eftir skelfilega sendingu Nunes til baka.
Fyrirliðinn Bruno
...