Árni Matthíasson
arnim@mbl.is
Í nýrri bók, Jötnar hundvísir – Norrænar goðsagnir í nýju ljósi, birtast rannsóknir Ingunnar Ásdísardóttur á hlutverki og eðli jötna, en eins og kemur fram í bókinni eru þær frásagnir af þeim sem varðveist hafa jafnan sagðar frá sjónarhorni ása og manna. Ingunn telur aftur á móti, og rökstyður, að í elstu heimildum megi finna leifar gamals átrúnaðar, jarðar- og náttúrutrúar, sem hafi verið ríkjandi á norðurslóðum áður en ásatrú barst norður álfuna og þar komi jötnar við sögu.
Í viðtali í Dagmálum segir Ingunn að við kristnitöku hafi guðirnir í þeirri trú sem kristnin leysti af hólmi, ásatrúnni, fengið á sig neikvæða mynd í hugum kristinna manna. Áþekkt hafi átt sér stað þegar ásatrúin, sem líklega hafi komið úr indóevrópskum heimi eða beri áhrif
...