Kvika spáir því að ársverðbólgan haldist óbreytt í 4,8% og vísitala neysluverðs hækki um 0,4% í desembermælingu Hagstofunnar sem birt verður þann 19. desember næstkomandi. Í greiningu Kviku segir að bankinn eigi von á því að mælingin marki hlé á samfelldri hjöðnun verðbólgunnar síðan í júlí
Verðbólga Allir bankarnir nema Landsbankinn spá 4,8% ársverðbólgu.
Verðbólga Allir bankarnir nema Landsbankinn spá 4,8% ársverðbólgu. — Morgunblaðið/Samsett mynd

Magdalena Anna Torfadóttir

magdalena@mbl.is

Kvika spáir því að ársverðbólgan haldist óbreytt í 4,8% og vísitala neysluverðs hækki um 0,4% í desembermælingu Hagstofunnar sem birt verður þann 19. desember næstkomandi.

Í greiningu Kviku segir að bankinn eigi von á því að mælingin marki hlé á samfelldri hjöðnun verðbólgunnar síðan í júlí. Flugfargjöld og húsnæði leggi mest til hækkunar vísitölunnar á milli mánaða en aðrir liðir muni breytast minna. Kvika telur að svigrúm gæti myndast

...