Hermann Nökkvi Gunnarsson
hng@mbl.is
Borgaryfirvöld hyggjast funda með eigendum vöruhúss sem var reist að Álfabakka 2 við hlið fjölbýlishúss og hefur vakið mikla úlfúð. Eigendur voru í fullum rétti og borgin hyggst ræða við þá um hvort einhverjar leiðir séu færar til þess að lágmarka áhrif á nærliggjandi byggð.
Þetta segir Ólöf Örvarsdóttir, sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar, í samtali við Morgunblaðið.
...