Skáldsaga Synir himnasmiðs ★★★★· Eftir Guðmund Andra Thorsson. Mál og menning, 2024. Innb., 198 bls.
Skarpur „Hann getur dregið upp skarpar og grípandi skyndimyndir af sögupersónum,“ segir um Guðmund Andra Thorsson sem er, að sögn rýnis, „þrautþjálfaður rithöfundur með langan og glæsilegan feril sem textasmiður“.
Skarpur „Hann getur dregið upp skarpar og grípandi skyndimyndir af sögupersónum,“ segir um Guðmund Andra Thorsson sem er, að sögn rýnis, „þrautþjálfaður rithöfundur með langan og glæsilegan feril sem textasmiður“. — Morgunblaðið/Einar Falur

Bækur

Kristján Jóhann

Jónsson

Ein af þeim leiðum sem hægt er að fara til þess að „æra óstöðugan“ er að spyrja: Hvað er skáldsaga? Íslensk orðabók kýs að svara þessari spurningu með skipulögðu undanhaldi og segir að skáldsaga sé „höfuðgrein epískra bókmennta og alllöng skálduð frásögn í lausu máli“. Það er álíka gagnlegt og að skilgreina manninn sem upprétt, tvífætt, lesandi dýr.

Skáldsagan hefur oftast birst okkur sem röklegur heimur, skorðaður í tíma og rúmi með aðalpersónum, upphafi, stígandi og endi; eða sem ólgandi textaflæði sem haldið er saman af stílvissri tilfinningu sem við fyrstu sýn virðist órökleg en fær merkingu í huga þess sem les. Svo hefur skáldsagan birst okkur sem allt mögulegt þar á

...