Friðrik Ingi Rúnarsson ákvað að hætta sem þjálfari kvennaliðs Íslands- og bikarmeistari Keflavíkur í körfubolta í gærkvöldi. Þetta kom fram í yfirlýsingu frá félaginu en hann tók við liðinu í sumar og samdi til tveggja ára. Keflavík er í þriðja sæti deildarinnar, tveimur stigum frá toppnum, og einnig úr leik í bikarnum.

Lamine Yamal, hinn 17 ára gamli bráðefnilegi leikmaður Barcelona og spænska landsliðsins í knattspyrnu, verður frá keppni í þrjár til fjórar vikur. Hann meiddist á ökkla í leik liðsins við Leganés í fyrrakvöld en Barcelona skýrði frá því í gær að meiðslin væru ekki alvarleg.

Hin 16 ára gamla Bo Guttormsdóttir Frost, sem hefur vakið mikla athygli með körfuboltaliði Njarðvíkur í vetur, spilar ekki meira með liðinu. Hún er á förum til Englands vegna náms.

...