73 Ragnhildur Kristinsdóttir er á pari eins og Guðrún Brá.
73 Ragnhildur Kristinsdóttir er á pari eins og Guðrún Brá. — Morgunblaðið/Óttar Geirsson

Guðrún Brá Björgvinsdóttir og Ragnhildur Kristinsdóttir standa báðar ágætlega að vígi eftir fyrsta hringinn á lokaúrtökumótinu fyrir Evrópumótaröð kvenna í golfi sem hófst í Marrakech í Marokkó í gær. Guðrún og Ragnhildur eru hnífjafnar því þær léku báðar fyrsta hringinn á pari, 73 höggum. Þær deila 56. sæti af 154 keppendum ásamt mörgum fleirum en miðað er við að efstu 65 konurnar leiki fimmta og síðasta hring mótsins á föstudaginn.