Ef einhver fær lánað kíló af smjöri borgar hann kíló til baka. Ef við förum í heim peninganna eru forsendur allt aðrar.
Gunnar Einarsson
Íslenska krónan hefur fallið stöðugt og hraðar en flestir aðrir gjaldmiðlar. Það hefur verið afar erfitt fyrir bæði einstaklinga og fyrirtæki að búa við þetta stöðuga hrun, enda er svo komið að mörg ef ekki flest stór fyrirtæki á Íslandi gera upp í erlendum myntum.
Að geyma verðmæti frá einum tíma til annars
Bein vöruviðskipti voru upphafið. Þannig viðskipti eru vissulega enn stunduð, en verða varla almenn undirstaða aftur. Það er samt þannig að sumir virðast ekki átta sig á að um leið og við förum í heim peninganna þá breytast allar forsendur. Ef einhver fær lánað kíló af smjöri borgar hann kíló til baka. Það er ekki endilega sjálfgefið að hægt sé að fá það sama fyrir krónur sem borgaðar eru til baka af lánum og þær sem voru lánaðar. Stundum meira, stundum
...