Ekkert varð úr byggingu fiskimjölsverksmiðju á Kirkjusandi.
Jónas Haraldsson
Jónas Haraldsson

Jónas Haraldsson

Nú nýlega lauk niðurrifi á húsnæði Íslandsbanka við Kirkjusand, sem mörgum þótti ekki mikill sjónarsviptir að. Margir áttu þó góðar minningar frá þeim tíma, er þeir unnu þar áður fyrr á árum, þegar Tryggvi Ófeigsson útgerðarmaður rak þar frystihús og skylda starfsemi, þ.m.t greinarhöfundur, sem einnig var háseti á b.v Júpiter RE-161, því góða sjóskipi.

Margar sögur voru sagðar í gegnum tíðina af Tryggva, þeim mikla athafnamanni. Ein af þeim sögum sem sagðar voru um hann var þessi, sem sumir kannast við, en eins og er með allar sögur, þá hefur hún sínar tvær hliðar.

Á sínum tíma lét Tryggvi reisa þessa byggingu undir fiskiðjuver þarna á Kirkjusandi, en upphaflega hafði líka staðið til að byggð yrði lítil fiskimjölsverksmiðja til að fullnýta aflann. Vegna ólyktar sem stafar óneitanlega

...