Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Ekki liggur fyrir hvenær framkvæmdir við nýja mosku á Suðurlandsbraut 76 í Reykjavík hefjast.
Sagt var frá því í Morgunblaðinu 20. febrúar síðastliðinn að Félag múslima á Íslandi hefði sótt um endurnýjun á byggingarleyfi vegna fyrirhugaðrar mosku á Suðurlandsbraut 76. Þar var rifjað upp að byggingar- og skipulagsyfirvöld í Reykjavík hefðu í ágúst 2021 samþykkt að leyfa Félagi múslima á Íslandi að byggja bænahúsið.
Fram kom í Morgunblaðinu 27. ágúst 2021 að félagið fékk leyfi til að byggja moskuna árið 2019 en að ekki hafi verið hægt að hefja framkvæmdir strax. Þá vegna þess að ekki var búið að uppfylla ákveðin skilyrði á borð við afhendingu sérteikninga, greiðslu tilskilinna gjalda og
...