Gísli Garðarsson fæddist í Múla við Suðurlandsbraut í Reykjavík 21. apríl 1945. Hann lést 4. desember 2024.
Foreldrar hans voru Garðar Ólason frá Húsavík, f. 19. maí 1897, d. 14. júní 1985 og Steinunn Sigurðardóttir frá Efstadal í Bláskógabyggð, f. 15. janúar 1917, d. 2. janúar 1976.
Systkini Gísla eru Sigurður, f. 20. júní 1942, d. 5. október 2020, Ómar, f. 29. janúar 1952, Jórunn, f. 5. október 1955 og María, f. 5. október 1955.
Gísli kvæntist 21. apríl 1966 Dorothy Senior, húsmóður og verkakonu, f. 11. mars 1942, d. 14. júní 2020, frá Skála (Hala) á Búðareyri við Reyðarfjörð. Foreldrar hennar voru Walter Senior frá Wakefield, Yorkshire í Englandi, f. 24. nóvember 1922, og Sigríður Sæbjörnsdóttir frá Reyðarfirði, f. 16. nóvember 1924, d. 8. maí
...