Sumt er sérkennilegt við kosningar og ríkisstjórnarmyndun vestra

Það styttist í að Trump fái lyklavöldin í Hvíta húsinu á ný, en þau þurfti hann að láta af hendi nærri miðjum janúar 2021, eftir kosningar, sem Trump trúir enn á að hann hafi unnið, og að „opinberar“ lokatölur standist enga skoðun. Vitnar hann enn til sérkennilegrar umgjarðar á kjörstöðum og við talningu atkvæða vestra.

Þó að benda megi á allmörg atriði um vafasama meðferð atkvæða, á einstökum stöðum, þá dugði það og sannfæring Trumps um „svindl“, sem var svipuð fullyrðingum Hillary Clinton sem tapaði tyrir Trump 2016. Viðurkennt er, að það mátti halda mun betur um meðferð kjörgagna, en það dugði ekki til að sanna getgátur Trumps. Hann var sannfærður um að svik hefðu verið í tafli, rétt eins og Hillary fjórum árum fyrr. Þessar ákúrur urðu til þess að Trump „skrópaði“ á hinum mikla innsetningardegi, í hjarta höfuðborgarinnar, sem mikið er lagt

...