![Bournemouth Enes Ünal jafnaði metin fyrir heimamenn í gær.](/myndir/gagnasafn/2024/12/17/4bb359e8-46be-464a-a2d7-b573f0e1be9a.jpg)
Bournemouth Enes Ünal jafnaði metin fyrir heimamenn í gær.
— AFP/Adrian Dennis
Bournemouth og West Ham gerðu jafntefli, 1:1, í 16. umferð ensku úrvalsdeildar karla í knattspyrnu í Bournemouth í gærkvöldi. Það stefndi í markalaust jafntefli í Bournemouth en á 87. mínútu kom Lucas Paquetá West Ham yfir með marki úr vítaspyrnu, 0:1. Aðeins þremur mínútum síðar jafnaði Enes Ünal metin fyrir Bournemouth með glæstu marki beint úr aukaspyrnu, 1:1, og þar við sat. Bournemouth er í sjötta sæti með 25 stig en West Ham í 14. með 19.