Ásdís Ásgeirsdóttir
Í þáttunum Eftirmálum á Stöð 2 fara fyrrverandi fréttakonurnar Þórhildur Þorkelsdóttir og Nadine Guðrún Yaghi yfir áhugaverð fréttamál og gera það á ansi skemmtilegan máta. Þær hafa kafað djúpt í gamlar fréttir sem vöktu mikla athygli á sínum tíma en eins fá þær til sín viðmælendur sem tengjast málunum á einhvern hátt.
Þættirnir spanna allt frá morðmálum til léttmetis á borð við „opnunarmenningu“ Íslendinga sem oftar en ekki mæta þúsundum saman þegar nýr veitingastaður eða ný verslun er opnuð. Hver man ekki eftir röðinni á Dunkin' Donuts eða fyrir utan Costco?
Braggamálið fræga var rifjað upp í einum þættinum og talað um erfðabættu stráin sem flutt voru inn dýrum dómum frá Danmörku en voru nánast alveg eins og melgresi. Eins var rætt um flugslysið hörmulega í Skerjafirði árið 2000 og farið yfir orsakir þess, en það kom í ljós að víða var pottur
...