Baksvið
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Reykjavíkurborg hefur kynnt áform um nýja íbúðabyggð við Safamýri, í nágrenni Miklubrautar.
Í daglegu tali hefur reiturinn verið kallaður Framsvæðið en Víkingur tók yfir íþróttastarfsemina þar þegar Framarar fluttu í Úlfarsárdal.
Svæðið er alls 3,8 hektarar að stærð. Gert ráð fyrir að um þriðjungur þess fari undir nýja íbúðabyggð. Reiknað með á bilinu 75 til 150 íbúðum á umræddri lóð.
Einhver bið verður á því að framkvæmdir geti hafist á svæðinu því Vegagerðin bendir á í umsögn að þær geti ekki hafist fyrr en búið verður að byggja göng undir Miklubrautina. Ein af lykilforsendum fyrir framkvæmdum
...