Rekinn Freyr Alexandersson er ei lengur þjálfari Kortrijk í Belgíu.
Rekinn Freyr Alexandersson er ei lengur þjálfari Kortrijk í Belgíu. — Ljósmynd/Kortrijk

Freyr Alexandersson var í gær rekinn sem þjálfari karlaliðs belgíska knattspyrnufélagsins Kortrijk. Gengi liðsins hefur verið lélegt það sem af er tímabili en Kortrijk situr í 14. og þriðja neðsta sæti með 17 stig eftir 18 leiki. Freyr tók við liðinu í janúar á þessu ári eftir góða tíma hjá danska félaginu Lyngby og bjargaði því frá falli á ótrúlegan hátt. Aðstoðarmaður Freys, Daninn Jonathan Hartmann, var einnig látinn fara.