Stjarnan er komin í undanúrslit í bikarkeppni karla í handknattleik eftir æsispennandi leik við ÍR í Breiðholtinu sem lauk með 35:34-sigri Stjörnunnar. Stjarnan verður því eitt af fjórum liðum sem taka þátt í bikarúrslitahelginni á næsta ári. ÍR-ingar voru sterkari í fyrri hálfleik og fóru tveimur mörkum yfir til búningsklefa, 20:18.
...