Kosningar að baki. Margir vígamóðir. Sumir sigri hrósandi en aðrir niðurlútir. Það er lýðræðið. En allir lifðu af. Það er kosturinn við stjórnmálin, forréttindi sem stríðandi fylkingar búa ekki við. Þess sjáum við stað á of mörgum stöðum, vítt og breitt um heiminn
Churchill Cuvée frá Pol Roger er í hópi fremstu kampavínstegunda sem heimurinn þekkir.
Churchill Cuvée frá Pol Roger er í hópi fremstu kampavínstegunda sem heimurinn þekkir. — Ljósmynd/Pol Roger

Hið ljúfa líf

Stefán Einar Stefánsson

ses@mbl.is

Kosningar að baki. Margir vígamóðir. Sumir sigri hrósandi en aðrir niðurlútir. Það er lýðræðið. En allir lifðu af. Það er kosturinn við stjórnmálin, forréttindi sem stríðandi fylkingar búa ekki við. Þess sjáum við stað á of mörgum stöðum, vítt og breitt um heiminn.

Í aðdraganda kosninganna var ég oft spurður út í það hverju menn ættu að súpa á þegar fyrstu tölur kæmu í hús. Og svarið var alltaf það sama. Winston Churchill Cuvée frá Pol Roger. Mér finnst það augljóst og ástæðurnar eru nokkrar. Kampavín sem kennt er við Churchill er pólitískt í eðli sínu. Hann háði marga hildina á því sviði, fyrir utan auðvitað orrusturnar sem hann leiddi þjóð sína í gegnum, fyrst sem flotamálaráðherra í fyrri heimsstyrjöldinni og sem

...