Oddný Þorkelsdóttir fæddist á Stokkseyri þann 30. janúar 1935. Hún lést á Dvalarheimilinu Lundi 7. desember 2024.

Oddný var dóttir hjónanna Margrétar Ólafsdóttur og Þorkels Guðjónssonar.

Þann 19. nóvember 1957 giftist Oddný Sigursteini Guðmundssyni, f. 30. júní 1935, d. 2. ágúst 2023. Hann var sonur hjónanna Katrínar Jónasdóttur og Guðmundar Guðmundssonar frá Núpi í Fljótshlíð.

Dætur þeirra eru Margrét, gift Sumarliða Guðbjartssyni, og Katrín, gift Kristni Bergssyni. Barnabörnin eru sex og langömmubörnin 19.

Oddný vann lengst af við verslunarstörf.

Útför hennar fer fram frá Selfosskirkju í dag, 18. desember 2024, kl. 14.

Elsku amma

...