Ólöf Sigríður Sigurðardóttir fæddist á Skálanesi á Mýrum 21. febrúar 1930. Hún lést á Hjúkrunarheimilinu Grund í Reykjavík 10. desember 2024.

Foreldrar hennar voru Sigurður Þórðarson bóndi og Guðmundína Þorbjörg Andrésdóttir húsfreyja.

Ólöf átti átta hálfsystkini frá föður, þau eru öll látin. Alsystkini Ólafar eru Eiríkur Kúld, f. 1917, d. 1988, Anna Guðrún, f. 1921, d. 2012, Ólafur Þorvalds, f. 1924, d. 2001, Jósef, f. 1926, d. 2018. Kristín, f. 1928 og lést stuttu síðar. Fóstursystir Ólafar er Svala S. Guðmundsdóttir, f. 1942.

Ólöf átti tvo syni: Sigurvin Bjarnson flugstjóra, f. 22. júlí 1955, d. 27. júlí 2019, og Guðmund B. Hallgrímsson, f. 14. janúar 1964. Sigurvin kvæntist Svanhildi Jónsdóttur, f. 4. mars 1955, og eru börn þeirra: a) Jón Þór, f. 1978, eiginkona hans er Guðrún Þorgeirsdóttir

...