Bikarmeistarar KA hafa sett stefnuna á það að leika heimaleiki sína í Sambandsdeild karla í knattspyrnu á heimavelli sínum á íþróttasvæði KA á Akureyri næsta sumar. Akureyrarliðið lék heimaleiki sína í Sambandsdeildinni á heimavelli Fram í…
Áhorfendastúka Framkvæmdir við byggingu stúku við nýja KA-völlinn eru í gangi og svona á hún að líta út.
Áhorfendastúka Framkvæmdir við byggingu stúku við nýja KA-völlinn eru í gangi og svona á hún að líta út. — Teikning/KA

KA

Bjarni Helgason

bjarnih@mbl.is

Bikarmeistarar KA hafa sett stefnuna á það að leika heimaleiki sína í Sambandsdeild karla í knattspyrnu á heimavelli sínum á íþróttasvæði KA á Akureyri næsta sumar.

Akureyrarliðið lék heimaleiki sína í Sambandsdeildinni á heimavelli Fram í Úlfarsárdal sumarið 2023 en nú er kominn nýr völlur á svæði KA og framkvæmdir við byggingu stúkunnar eru þegar hafnar.

„Aðstaðan hjá okkur er alltaf að verða betri og betri og það er ákveðin hvatning fyrir okkur til þess að halda áfram að gera vel, innan sem utan vallar,“ sagði Hjörvar Maronsson, formaður knattspyrnudeildar KA, í samtali við Morgunblaðið.

„Draumurinn er sá að stúkan verði orðin

...