Bjørn Lomborg
Þegar líður að lokum ársins og við horfum fram á veginn til ársins 2025 er tímabært að hugleiða hverju við höfum áorkað og hvernig við getum gert næsta ár betra – náð persónulegum markmiðum okkar, gefið til baka til samfélagsins og lagt okkar af mörkum til að bæta heiminn.
Það er enginn skortur á verðugum málefnum til að styrkja, hvort sem það er að draga úr fátækt og bæta menntun eða að vernda umhverfið og efla heilbrigðisþjónustu. Við ættum, fræðilega séð, öll að sameinast í voninni um að árið 2025 verði ár framfara fyrir alla.
En hinn grimmilegi sannleikur er sá að alþjóðlegt samstarf hefur átt í miklum erfiðleikum undanfarinn áratug. Árið 2015 settu Sameinuðu þjóðirnar fram 169 punkta áætlun til að leysa fyrir árið 2030 öll vandamál sem mannkynið stóð þá frammi fyrir.
...