Björn Brynjúlfur Björnsson tók við sem framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs fyrir sex mánuðum, á sama tíma eignaðist hann frumburð sinn. Hann segir að tímamót séu því nýafstaðin á tvennum vígstöðvum. Það hljómaði bratt að þetta bæri upp á sama tíma, en þetta hefur allt saman reddast að hans sögn.
Hverjar eru helstu áskoranirnar í rekstrinum þessi misserin?
Helsta verkefnið er að ná utan um alla þræði í starfsemi ráðsins. Viðskiptaráð hefur verið sameiginlegur vettvangur íslensks viðskiptalífs frá árinu 1917, með ríka sögu og fjölmörg hlutverk.
Við starfrækjum til dæmis Menntasjóð Viðskiptaráðs sem fer með eignarhluti ráðsins í Verslunarskólanum og Háskólanum í Reykjavík, auk þess að úthluta náms- og rannsóknastyrkjum. Innan vébanda ráðsins starfa líka 16 millilandaráð. Þar tók til
...