Íslendingarnir fóru mikinn í sigri Arendal á Kolstad, 33:32, í norsku úrvalsdeild karla í handknattleik í gærkvöldi. Alls voru skoruð 15 íslensk mörk í leiknum en Dagur Gautason skoraði þrjú mörk fyrir Arendal. Liðsfélagi hans Árni Bergur skoraði þó ekki. Hjá Kolstad skoraði Arnór Snær Óskarsson sjö mörk og bróðir hans Benedikt Gunnar skoraði þrjú. Sveinn Jóhannsson skoraði þá tvö mörk en Sigvaldi Björn Guðjónsson var ekki með.