Enski knattspyrnumaðurinn Marcus Rashford segist vera reiðubúinn að yfirgefa uppeldisfélag sitt Manchester United. Þetta sagði hann í samtali við fjölmiðlamanninn og rithöfundinn Henry Winter

Enski knattspyrnumaðurinn Marcus Rashford segist vera reiðubúinn að yfirgefa uppeldisfélag sitt Manchester United. Þetta sagði hann í samtali við fjölmiðlamanninn og rithöfundinn Henry Winter. Rashford hefur verið hjá Manchester United allan sinn feril en var skilinn eftir utan hóps í sigri United á nágrönnum sínum í Manchester City í ensku úrvalsdeildinni síðastliðinn sunnudag. Þá sögu enskir miðlar frá því í gær að Manchester United væri tilbúið að selja sóknarmanninn en hann virðist ekki vera í plönum nýja knattspyrnustjóra liðsins, Rúbens Amorims.

Julia Niemojewska, landsliðskona Póllands í körfuknattleik, er gengin til liðs við Keflvíkinga en hún kemur til þeirra frá Jairis Murcia á Spáni. Julia er 26 ára leikstjórnandi sem hefur lengst af leikið í heimalandi sínu með Arka Gdynia, GTK Dynia og Poznan, en einnig í Þýskalandi og

...