Þóra Magnúsdóttir (Dídí) fæddist í Vestmannaeyjum 13. apríl 1930. Hún lést á hjúkrunar- og dvalarheimilinu Hraunbúðum Vestmannaeyjum 8. desember 2024. Foreldrar Þóru voru Magnús Bergsson bakarameistari í Vestmannaeyjum f. 2.10. 1898 d. 9.12. 1961 og Halldóra Valdimarsdóttir Reyndal húsfreyja f. 9.9. 1903 d. 12.6. 1942. Systkini Þóru voru Dóra Hanna f. 1925, d. 2013, Bergur, f. 1927, d. 1942, Júlíus Gísli, f. 1938, d. 1968, og Halldór Sigurður, f. 1942.

Eiginmaður Þóru var Kristinn Pálsson skipstjóri og útgerðarmaður frá Þingholti Vestmannaeyjum f. 20.8. 1926, d. 4.10. 2000. Foreldrar hans vour Páll Sigurgeir Jónasson skipstjóri, f. 1900, d. 1951, og Þórsteina Jóhannsdóttir húsfreyja, f. 1904, d. 1991. Börn Þóru og Kristins eru 1) Magnús, f. 1950, útgerðarmaður giftur Lóu Skarphéðinsdóttur hjúkrunarfræðingi, börn þeirra eru a) Þóra, b) Elfa Ágústa, c) Héðinn Karl, d) Magnús Berg, e) Helga

...