Ragnheiður Gröndal söngkona flytur þekkt jólalög ásamt hljómsveitinni Árabátunum á tvennum tónleikum á vegum Jazzklúbbsins Múlans í kvöld, klukkan 19.30 og 21.30 á Björtuloftum Hörpu. Árabátana skipa þeir Haukur Gröndal og Ólafur Jónsson á saxófón,…
Ragnheiður Gröndal
Ragnheiður Gröndal

Ragnheiður Gröndal söngkona flytur þekkt jólalög ásamt hljómsveitinni Árabátunum á tvennum tónleikum á vegum Jazzklúbbsins Múlans í kvöld, klukkan 19.30 og 21.30 á Björtuloftum Hörpu. Árabátana skipa þeir Haukur Gröndal og Ólafur Jónsson á saxófón, Guðmundur Pétursson á gítar, Birgir Steinn Theodórsson á bassa og Erik Qvick á trommur. Tónleikarnir eru þeir síðustu í haustdagskrá Múlans. Miðar fást í miðasölu Hörpu, á harpa.is og tix.is.