24% fyrirtækja ætla að ná markmiðum um minnkun losunar með því að draga úr henni. Hin ætla að planta trjám.
24% fyrirtækja ætla að ná markmiðum um minnkun losunar með því að draga úr henni. Hin ætla að planta trjám. — Morgunblaðið/Karitas

Í nýrri skýrslu endurskoðunarfyrirtækisins KPMG kemur fram að íslensk fyrirtæki standa sig almennt vel þegar kemur að upplýsingagjöf um sjálfbærnimál. Upplýsingagjöfin verður þó sífellt umfangsmeiri, samkvæmt sömu skýrslu.

Könnunin, sem er alþjóðleg og skoðar 6.000 fyrirtæki í 58 löndum, þar af þau 100 tekjuhæstu á Íslandi, leiðir í ljós að 95% íslensku fyrirtækjanna veita sjálfbærniupplýsingar. Er Ísland samkvæmt samantektinni í hópi 14 landa þar sem yfir 95% félaga birta slíkar upplýsingar. Hefur upplýsingagjöf á Íslandi aukist um fjögur prósentustig frá síðustu könnun.

Margrét Pétursdóttir, yfirmaður sjálfbærnistaðfestinga hjá KPMG, segir í samtali við ViðskiptaMoggann að í könnuninni sé skoðað hvaða upplýsingar séu veittar og hvort þær séu gefnar en ekki sé lagt mat á gæði upplýsinganna.

Hún

...