Greinandi metur gengi bankans um það bil 43% yfir núverandi markaðsgengi félagsins.
Greinandi metur gengi bankans um það bil 43% yfir núverandi markaðsgengi félagsins. — Morgunblaðið/Kristinn Magnússon

Nýstofnaða greiningarfyrirtækið Akkur hefur gefið út verðmat á Arion banka þar sem árslokagengi bankans er metið á 231 krónu á hlut. Það er um það bil 43% yfir núverandi markaðsgengi félagsins. Bjartsýnni sviðsmynd verðmatsins skilar niðurstöðu upp á 263 krónur á hlut.

Alexander Jensen Hjálmarsson eigandi Akkurs segir að sér hafi fundist aðrir greiningaraðilar vera fullvarfærnir í að meta tekjumyndun bankans og hafa ofmetið kostnaðarhliðina. Hann spáir aðeins meiri hagnaði en meðaltal annarra greiningaraðila.

„Arion banki er mjög ódýrt verðlagður, líka miðað við spár annarra á markaði. Útlit er fyrir að bankinn muni skila meira en 40% af núverandi markaðsvirði til hluthafa í gegnum arðgreiðslur og endurkaup eigin bréfa á næstu 3 árum,“ segir Alexander.

Hann bætir við að tvö mál hafi

...