Skáldsaga Móðurást: Draumþing ★★★★★ Eftir Kristínu Ómarsdóttur Mál og menning, 2024. Innb., 166 bls.
Kristín Móðurást: Draumþing er „djúpvitur og listilega ofin skáldaga, ævintýraleg og sönn í senn“, skrifar rýnir.
Kristín Móðurást: Draumþing er „djúpvitur og listilega ofin skáldaga, ævintýraleg og sönn í senn“, skrifar rýnir. — Morgunblaðið/Kristín Heiða

Bækur

Snædís Björnsdóttir

Það kemur fyrir að ég tárist eilítið yfir bók. Það er stundum erfitt að útskýra nákvæmlega af hverju það er – það kann að vera eitthvað órætt, einhver tilfinning eða óljós hughrif sem bókin miðlar. Það er einfaldlega eitthvað sem hittir í hjartastað.

Þetta á við um bókina Móðurást: Draumþing eftir Kristínu Ómarsdóttur. Yfir henni táraðist ég nokkrum sinnum, ekki síst vegna þess að hún er ævintýralega falleg.

Bókin er annað bindið í skáldaðri sögu höfundar um langömmu sína Oddnýju Þorleifs- og Þuríðardóttur á ofanverðri nítjándu öld. Fyrir fyrsta bindi sögunnar, Móðurást: Oddný, hlaut Kristín Fjöruverðlaunin 2024.

Á milli barns og konu

...