”  Innflæði í hlutabréfasjóði er hafið á ný eftir langt tímabil útflæðis frá febrúar 2022 til loka september í ár.

Markaður

Ellert Guðjónsson

Sérfræðingur í markaðsviðskiptum hjá Fossum

Þegar undirritaður hóf störf á fjármálamarkaði fyrir tæpum 18 árum voru samfélagsmiðlar í mýflugumynd. Hefðbundnari miðlar, þ.e. dagblöð, útvarp og sjónvarp auk frumstæðra vefmiðla, sáu almenningi og fjárfestum fyrir upplýsingum af mörkuðum. Í takt við tíðarandann snerist drjúgur hluti fréttaumfjöllunar um þróun markaða hérlendis og erlendis.

Marga kann að ráma í fréttaþuli þess tíma þylja langlokur um þróun hlutabréfavísitalna víða um heim, s.s. Úrvalsvísitölunnar, Dow Jones, DAX, Nikkei, FTSE og Nasdaq, að ólastaðri Hang Seng-vísitölunni í Kína. Hreyfingar vísitalna og hlutabréfaverðs stærstu félaga voru daglegt brauð margra fréttatíma og þótti einhverjum nóg um. Þá voru

...