Brasilíumaðurinn Vinicius Junior, kantmaður spænska knattspyrnufélagsins Real Madrid, og hin spænska Aitana Bonmatí, miðjumaður Evrópumeistara Barcelona, voru valin bestu leikmenn ársins af FIFA í Doha í Katar í gær. Vinicius vann þar með verðlaunin í fyrsta sinn en Bonmatí annað árið í röð. Bonmatí vann einnig Gullboltann í lok október en Vincius hafnaði í öðru sæti á eftir spænska miðjumanninum Rodri, leikmanni Manchester City.
Rodri hafnaði í öðru sæti á eftir Vinicius hjá FIFA en í þriðja sæti endaði Jude Bellingham, samherji Vinicius hjá Real Madrid. Kvennamegin hafnaði Barbra Banda, leikmaður Orlando Pride og landsliðs Sambíu, í öðru sæti og Norðmaðurinn Caroline Graham Hansen sóknarmaður Barcelona í þriðja sæti.
Carlo Ancelotti, stjóri Vinicius hjá Real Madrid, var valinn besti þjálfari ársins karlamegin en Englendingurinn Emma Hayes, sem stýrir ólympíumeisturum Bandaríkjanna, var valin besti þjálfarinn kvennamegin.
Emiliano
...